14. apríl. 2014 06:01
Útboð á hlutabréfum í HB Granda hf. lauk síðastliðinn fimmtudag. Þótti það hafa tekist vel. Í útboðinu óskuðu 3.000 fjárfestar eftir að kaupa hlutabréf fyrir samtals um 23 milljarða króna. Fjárfestingarbankasvið Arion banka hf. hafði umsjón með útboðinu og fyrirhugaðri skráningu félagsins í Kauphöll nú í kjölfar útboðsins. Seljendur hlutanna eru Arion banki hf., Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. Útboðið nemur 27% af útgefnum hlutum í HB Granda og er söluandvirði þess 13,6 milljarðar króna. Endanlegt útboðsgengi er 27,7 krónur á hlut í báðum tilboðsbókum útboðsins. Miðað við þetta gengi nemur virði allra hlutabréfa í félaginu um 50 milljörðum króna.