25. apríl. 2014 07:30
Á dansleikjum í Grundarfirði og á Hellissandi um páskana kom til handalögmála milli gesta og var lögreglunni á Snæfellsnesi fyrir vikið tilkynnt um sitthvort líkamsárásarmálið. Aðspurð sagði lögregla að annars hafi dymbilvikan og páskahelgin verið tiltölulega róleg, ef undan er skilið fjórhjólaslysið á Snæfellsnesi sem átti sér stað á öðru degi páska á mánudaginn.