02. maí. 2014 09:20
Í dag hefjast að nýju, eftir hlé frá því í haust, framkvæmdir við lagfæringar brúargólfs Borgarfjarðarbrúar. Lokað verður fyrir umferð á annarri akrein á hluta brúarinnar á meðan á framkvæmdum stendur. Sem fyrr verður notast við ljósastýringar fyrir umferð. Framkvæmdir munu standa yfir frá 2. maí til 13. júní.