06. maí. 2014 12:02
Líkt og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni verður markaðsstemning á Akranesi í sumar. Um er að ræða veglegan matar - og antikmarkað sem haldinn verður við nýtt og endurbætt Akratorg. „Fyrsti markaðsdagurinn verður 17. júní. Þá verður hátíðardagskrá í tilefni af þjóðhátíðardeginum og 150 ára verslunarafmæli Akraness. Okkur langar að vekja athygli á Akranesi sem verslunarbæ, enda má hér finna fjölbreytta verslun og þjónustu. Síðan verður opið alla laugardaga eftir það fram til 2. ágúst, þá er síðasti markaðurinn. Opið verður á milli 13 og 17 alla þessa daga,“ segir Hlédís Sveinsdóttir verkefnastjóri sem sér um undirbúning markaðarins.
Nánar í Skessuhorni sem kemur út í fyrramálið.