31. maí. 2014 02:00
Landsmenn ganga til kosninga í dag og kjósa nýjar sveitarstjórnir. Fjölmennasta sveitarfélagið á Vesturlandi er Akranes þar sem 4.786 eru á kjörskrá. Klukkan 12 á hádegi höfðu 527 kosið þar eða 11,47%. Á sama tíma árið 2010 höfðu 11,59% kosið, eða nánast jafn hátt hlutfall. Kjórsókn tók heldur við sér í hádeginu því klukkan 13 höfðu 17,68% kosið. Atkvæði utan kjörfundur að þessu sinni voru heldur fleiri en í kosningunum 2010, eða 313 á móti 241 fyrir fjórum árum. Að sögn Einars Ólafssonar formanns kjörstjórnar á Akranesi má búast við fyrstu tölum frá Akranesi strax og kjörstað verður lokar klukkan 22 í kvöld. Talningarfólk verður lokað af klukkan 20 í kvöld og býst Einar við að fyrstu tölur byggi á atkvæðum þorra þeirra sem kjósa. RUV mun sjónvarpa frá fyrstu tölum á Akranesi laust eftir klukkan 22 í kvöld. Loks býst Einar Ólafsson við að talningu atkvæða verði að fullu lokið um miðnætti í kvöld. Á Akranesi eru fimm framboðslistar í kjöri; Björt framtíð, Frjálsir með Framókn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð.