01. júní. 2014 01:50
Niðurstaða kosninganna í Snæfellsbæ er sú að Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta sínum og fær fjóra menn kjörna í bæjarstjórn, hlaut 46,5% greiddra atkvæða. J listi bæjarmálasamtakanna fær þrjá menn líkt og hann hafði síðasta kjörtímabil, fékk nú 37,4% atkvæða. Björt framtíð og Nýi listinn ná ekki inn manni samkvæmt þessu, Björt framtíð fékk 10,1% atkvæða og N listinn 6,1%.
Kristinn Jónasson verður því áfram bæjarstjóri í Snæfellsbæ, en hann hefur verið bæjarstjóri í 16 ár, allt frá því sveitarfélagið var sameinað í núverandi mynd.