01. júní. 2014 12:51
H listi framfarasinnaðra Hólmara er sigurvegari kosninganna í Stykkishólmi, fær fjóra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta. L listi fær þrjá fulltrúa. Valdahlutföll snúast því við í Stykkishólmi og Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri, alþingmaður, ráðherra og forseti Alþingis verður að nýju bæjarstjóri Stykkishólms. Segja má að þetta sé söguleg endurkoma Sturlu í pólitík.