01. júní. 2014 02:00
Vilberg Þráinsson á Hríshóli hlaut langflest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar í Reykhólahreppi. Næstur varð Karl Kristjánsson á Kambi en Sandra Rún Björnsdóttir á Reykhólum varð í þriðja sæti. Alls fengu 77 manns atkvæði í sæti aðalmanna í sveitarstjórn. Dreifing atkvæða var langtum meiri en við síðustu kosningar. Kjörsókn var 64,4% eða lítið eitt meiri en síðast. Á kjörskrá voru 205. Alls kusu 132, þar af sex utan kjörfundar. Auðir seðlar voru tveir, einn seðill var ógildur og engin ágreiningsatkvæði.
Niðurstaðan í heild varð þessi:
Aðalmenn:
•Vilberg Þráinsson, 93 atkvæði
•Karl Kristjánsson, 63 atkvæði
•Sandra Rún Björnsdóttir, 41 atkvæði
•Áslaug B. Guttormsdóttir, 36 atkvæði
•Ágúst Már Gröndal, 32 atkvæði
Varamenn:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Eggert Ólafsson, Rebekka Eiríksdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir.