01. júní. 2014 02:13
Nú er lokið talningu atkvæða í Borgarbyggð. Þar féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG þar sem sá síðarnefndi missir einn mann sem Framsóknarflokkur bætti við sig. Framsóknarflokkurinn hlaut 27,2% atkvæða og 3 menn, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 34,7% og 3 menn, Samfylking fékk 22,6% og tvo menn og Vinstri hreyfingin grænt framboð 15,6% og einn mann. Kjörsókn í Borgarbyggð var 74,4%.
Í sveitarstjórn verða því: Björn Bjarki Þorsteinsson, Jónína Erna Arnardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir fyrir Sjálfstæðisflokk. Fyrir Framsóknarflokk Guðveig Anna Eyglóardóttir, Helgi Haukur Hauksson og Finnbogi Leifsson. Geirlaug Jóhannsdóttir og Magnús Smári Snorrason fyrir Samfylkingu og Ragnar Frank Kristjánsson fyrir VG.