Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2014 01:17

Sprengdu flugelda við hús oddvita Samfylkingar klukkan fjögur á kosninganótt

Ingibjörgu Valdimarsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar á Akranesi, og fjölskyldu hennar var verulega brugðið í nótt. Fyrst var ekið á bíl framhjá húsi hennar klukkan tvö í nótt og flautað látlaust en klukkan fjögur var flugeldur sprengdur í garði við hús þeirra. Hafði flugeldinum verið komið fyrir á trampólíni barna hennar. „Ég er algjörlega orðlaus eftir atburði næturinnar og þá er ég ekki að tala um niðurstöður kosninganna,“ segir Ingibjörg. „Þegar við hjónin vorum að koma heim eftir kosningavöku í nótt þá urðum við þess var að það keyrði framhjá húsinu okkar hvítur Audi jepplingur (sem fleiri sáu). Ökumaðurinn lá á flautunni þegar hann nálgaðist húsið okkar og ók framhjá. Okkur fannst afar undarlegt að fólk skuli haga sér svona þegar klukkan er að verða tvö að nóttu til, en hristum bara hausinn og hugsuðum svo sem ekki meira um það.  En svo var það klukkan 4 í nótt sem við vöknuðum upp við flugelda í garðinum okkar og þegar við litum út þá var búið að líma eitt stykki flugeld við trampólín barna okkar.  Ég verð að segja að mér varð töluvert brugðið. Þegar fólk er farið að nota leikföng barna minna til að fagna niðurstöðum kosninga og þá greinilega verið að persónugera hluti.

Það segir mér enginn að það sé tilviljun að einhver rambi inn í garðinn minn, oddvita Samfylkingarinnar, til að sprengja flugelda. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Ingibjörg. Þess má geta að hávaðinn af flugeldunum í garði Ingibjargar barst um allan Skagann og óttuðust sumir að verið væri að hleypa af byssu.

 

Ingibjörg kveðst búin að tilkynna atvikið til lögreglu og vonar að þetta sé ekki vísbending um að fólk sé farið að persónugera svona bæði með persónulegu skítkasti og árásum á heimili fólks.

„Þá endar það þannig að enginn verður tilbúinn að starfa fyrir bæinn okkar. Ég tek það þó fram að ég mun ekki láta þetta brjóta mig niður heldur eflir þetta mig frekar að berjast gegn svona vitleysingum.“

 

Að endingu auglýsir Ingibjörg eftir þeim sem gerðu þetta og biður þá að stíga fram. Einnig að ef einhver hefur séð til mannaferða í kringum hús hennar um klukkan 4 í nótt að láta sig eða lögregluna á Akranesi vita.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is