Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2014 08:01

Er sáttur við sitt - rær til sjós og býr með kindur

Ólafur Helgi Ólafsson er borinn og barnfæddur Hornfirðingur sem flutti ungur að árum til Ólafsvíkur eftir að hafa kynnst eiginkonu sinn Laufeyju Kristmundsdóttur á síldarvertíð á Hornafirði. Ólafur segist hafa tekið ástfóstri við Ólafsvík strax eftir að hann settist þar að. „Hér er yndislegt að vera. Maður er frjáls eins og fuglinn. Það er ólýsanlegt að róa á handfærin fram á víkina í góðu veðri og sjá fallegt bæjarstæðið og fjöllin gnæfa yfir,“ segir Ólafur Helgi. Hann er mikill dýravinur og hefur frá unga aldri haldið bæði fiður- og sauðfénað. Ég eignaðist fyrst dúfur árið 1979 og svo hænur frá 1994. Félagi minn gaf mér síðan eitt lamb. Viku síðar átti ég tíu lömb. Boltinn í sauðfjárræktinni fór að rúlla upp úr því,“ segir Ólafur. „Ásamt tveimur félögum mínum hóf ég byggingu á nýju fjárhúsi. Við vorum tilneyddir að fara úr gömlu fjárhúsi þar sem sem við höfðum verið með féð. Það var annað hvort að hætta alfarið eða byggja nýtt. Við völdum seinni kostinn. Ætli við séum ekki með um 70 hausa núna. Auk þess höldum við hænsni, endur og svo dúfur.“

Mikið að gera í sauðburði og á strandveiðum

Ólafur segir að síðustu vikur hafi verið strembnar. „Sauðburðurinn hefur verið í fullum gangi. Hann fellur að hluta á sama tíma og upphaf strandveiðanna.“ Ólafur gerir út á þær og hefur átt trilluna Glað SH frá árinu 1994. Glaður leysti af hólmi eldri Sómabát með sama nafni. „Það eru alger forréttindi að fá að róa á færaveiðum á sumrin. Dagarnir í strandveiðikerfinu á þessu svæði mættu þó vera fleiri. Það er ekki hægt að lifa á þessu einu saman. Ég tek sumarfrí mitt á strandveiðum en ég vinn þess á milli í fiskverkun Klumbu,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hann rói hvorki í slæmum veðrum né sæki langt á miðin. „Mér finnst fínt ef ég næ 400 til 500 kílóum í róðri. Það er enginn græðgi í mér. Ég er bara sáttur við mitt,“ segir Ólafur Helgi Ólafsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is