02. júní. 2014 09:01
Pétur Þór Lárusson sjómaður á Akranesi kann að velja sér bifreið til að aka um á í landlegum. Hann á 48 ára gamlan amerískan Cadillac Fleetwood Brougham. Það sést þegar Pétur er í landi um sumartímann því þá fer Kádiljákurinn á kreik um götur Akraness víðar. „Það var búið að blunda í mér lengi að eignast svona bíl. Ég átti 1800 kúbika Suzuki-mótorhjól áður. Daginn sem ég keypti bílinn ók ég suður til Reykjavíkur á hjólinu, hundblautur í roki og rigningu. Þar skipti ég á því og þessum bíl. Ég man alltaf þegar ég ók honum heim upp á Skaga sama dag að ég hugsaði hvað það væri nú huggulegt að eiga góða bifreið til að ferðast á með þak yfir höfðinu í þessu illviðri. Það var notaleg tilfinning,“ segir Pétur.
Spjallað var við Pétur í síðasta Skessuhorni.