Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júní. 2014 05:26

Beate Stormo er nýkrýndur Íslandsmeistari í eldsmíði

Vel á þriðja hundrað manns sóttu Safnasvæðið á Akranesi heim um helgina á stórri eldsmiða- og handverkshátíð sem haldin var í samstarfi við Íslenska eldsmiði. Hátíðin hófst á fimmtudaginn með námskeiðum í eldsmíði. Handverksfólk kom og sýndi og seldi muni sína en einnig var hægt að fylgjast með rennismiðum renna í ferskan við, útskurðarfólki tálga ýmsar fígúrur út og leirkerasmið renna bolla í postulín. Hið eiginlega Íslandsmeistaramót í eldsmíði var svo í dag, þegar tólf manns kepptu um Íslandsmeistaratitilinn. Verkefnið var að smíða hurðarhamar. Þrír dómarar, þeir John Simpkins frá  Bandaríkjunum og Michael Maasing og Jon Olofsson frá Svíþjóð dæmdu að keppni lokinni. Þeir hrósuðu Íslendingum fyrir elju sína við uppbyggingu eldsmíðinnar hér á landi og hvöttu fólk áfram í tilraunastarfsemi og æfingum við smíðina.

 

 

 

Það var Beate Stormo sem bar sigur úr býtum með afar fallegan hurðarhamar. Fékk hún sérstakt hrós frá dómnefnd fyrir hönnun og jafnvægi í smíðisgripnum. Annað sætið hlaut Ingvar Matthiasson fyrir hurðarhamar þar sem hann blandaði saman járni og grjóti á haganlega hátt. Þriðja sæti hlaut svo Óskar Birgisson fyrir hurðarhamar sem bar af fyrir einfaldleika. Þetta var í fyrsta sinn sem Óskar keppir í eldsmíði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is