01. júní. 2014 08:06
Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit hefur nú sent frá sér endanlega niðurstöðu kosninganna. Eftir átti að birta lista yfir varamenn í sveitarstjórn. Eins og fram hefur komið var nú í fyrsta skipti kosið persónukosningu í sveitarfélaginu. Á kjörskrá voru 467. Alls kusu 361 eða 77,3%. Þar af voru 14 utankjörstaðar atkvæði.
Aðalmenn í sveitarstjórn verða: Björgvin Helgason, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Gunnar Ármannsson, Daníel A. Ottesen, Jónella Sigurjónsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir og Ása Helgadóttir.
Varamenn í sveitarstjórn verða í þessari röð: Ólafur Ingi Jóhannesson, Brynja Þorbjörnsdóttir, Björn Páll Fálki Valsson, Sigurgeir Þórðarson, Sigurður Arnar Sigurðsson, Ragna Ívarsdóttir og Sævar Ari Finnbogason.