Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2014 09:57

Jökulmílan fer fram 14. júní á Snæfellsnesi

Hjólreiðafélagið Hjólamenn stendur fyrir hinni árlegu hjólreiðakeppi Jökulmílunni laugardaginn 14. júní næstkomandi á Snæfellsnesi. Keppnin er haldin í góðri samvinnu Hjólamanna og heimamanna. Ræst verður út frá Grundarfirði og hjólaður hringurinn um Snæfellsnes, fyrst vestur fyrir Snæfellsjökul en síðan til baka um Vatnaleið. Um er að ræða 161 kílómetra leið eða nákvæmlega 100 mílur þar sem Jökulmílan er sett upp að erlendri fyrirmynd sem nefnist „Century Ride“ eða „Aldarskeið“ og er vinsæll hjólreiðaviðburður víða um heim. Skipuleggjendur Jökulmílunnar vilja þannig höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna og skora því á hjólreiðafólk að taka þátt á eigin forsendum. Þess vegna eru gefnir tólf tímar til að hjóla hringinn. Keppnishópurinn „náttúruunnendur“ verður ræstur klukkan 9 um morguninn en reyndara keppnisfólk verður ræst klukkan 11.

 

 

 

Í Jökulmílunni verður einnig boðið upp á styttri vegalengd sem nefnist Hálf Jökulmíla og er 74 km löng. Hálfa Jökulmílan verður ræst klukkan 13.00 hjá Búðum og hjóluð Vatnaleiðin í Grundarfjörð. „Þá eru foreldrar og forráðamenn barna hvattir til að benda börnum sínum á Mílusprettinn sem verður í boði í Grundarfirði klukkan 13.00. Allir þátttakendur í Mílusprettinum frá viðurkenningu, pylsupartí og Capri Sonni drykk,“ segir í tilkynningu.

 

Í Jökulmílunni verða fjórar drykkjarstöðvar þar sem sjálfboðaliðar á vegum Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu (HSH) þjónusta keppendur og bjóða upp á næringu til að auðveld þátttakendum að klára hringinn. Stöðvarnar verða við Kothraun (eftir 52 km), Búðir (eftir 87 km), á Vegamótum (eftir 124 km) og við Bjarnarhöfn (eftir 147 km). Að lokinni keppni verður þátttakendum boðið upp á súpu og baðaðstöðu í sundlauginni í Grundarfirði. Loks verður slegið upp kvöldvöku á tjaldstæðinu þegar allir hafa skilað sér í mark.

 

„Hjólamenn hafa í aðdraganda keppninnar átt mjög gott samstarf við Grundfirðinga og önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi, sem og HSH. Dygg aðstoð heimamanna er ómetanleg og gerir góða keppni enn betri,“ segja mótshaldarar.

 

Allar frekari upplýsingar um keppnina er að finna á www.jokulmilan.is og er einnig hægt að senda póst á jokulmilan@gmail.com „Þess ber að geta að skráningargjald hækkar eftir 6. júní og er því hagkvæmt að skrá sig sem fyrst. Netskráningu lýkur 9. júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is