02. júní. 2014 10:40
Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness og Regína Ásvaldsdóttir hafa gengið frá samkomulagi um að hún gegni áfram starfi bæjarstjóra á Akranesi. Regína kom til starfa á Akranesi í ársbyrjun 2013 og var ráðin með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. „Hún hefur verið farsæl í störfum og nýtur vinsælda meðal bæjarbúa. Hún var því fyrsti kostur sjálfstæðismanna í starf bæjarstjóra,“ segir Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokks á Akranesi í samtali við Skessuhorn. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ganga glaðbeittir til verka og hafa miklar væntingar til farsæls samstarfs í bæjarstjórn og ekki síst góðu og traustu samstarfi við bæjarbúa,“ bætti Ólafur við.