03. júní. 2014 09:01
Gradualekór Langholtskirkju fer í tónleikaferð um Vesturland og Vestfirði dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Kórinn verður með tónleika í Borgarneskirkju föstudaginn 6. júní kl. 20, í Hólmavíkurkirkju 7. júní kl. 17 og í Ísafjarðarkirkju þann 8. júní kl. 20. Á efnisskránni verða íslensk og erlend lög ásamt stærri verkum, meðal annars úr frönsku myndinni Drengjakórinn eftir Gabriel Fauré og þættir úr messu eftir slóvenska tónskáldið Ambrož Čopi. Stjórnandi og undirleikari kórsins er Jón Stefánsson. Aðgangurinn á tónleikana er ókeypis.
Gradualekór Langholtskirkju tók til starfa 1991. Kórfélagar eru á aldrinum 14 – 18 ára og eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem fá inngöngu í kórinn. Margir kórfélagar eru langt komnir í tónlistarnámi. Verkefnaval kórsins spannar verk frá barokktónlist til erfiðustu nútímaverka. Kórinn hefur gefið út fimm geislaplötur ásamt því að hafa sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands á geislaplötu. Þá hefur hann margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveitinni, síðastliðið haust í Maxímús Músíkús, Skilaboðaskjóðunni og Jólatónleikum hljómsveitarinnar ásamt öllum kórum kórskólans.
-fréttatilkynning