02. júní. 2014 02:59
Komum skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar mun fjölga talsvert í sumar frá því í fyrra. Alls verða þær 19 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Skemmtiferðaskip hafa komið reglulega til Grundarfjarðar frá 2001 og hafa nokkrar sveiflur verið á fjölda þeirra á milli ára. Flestar voru þær árið 2012 þegar 17 skemmtiferðaskip komu til Grundarfjarðar. Í ár eru 11 mismunandi skemmtiferðaskip sem leggjast að bryggju í Grundarfirði og koma því sum þeirra oftar en einu sinni. Flest skipin munu koma í júlímánuði. Skemmtiferðaskipið Fram var fyrsta skipið sem kom í ár, þann 26. maí sl. Það verður einnig það síðasta sem kemur til Grundarfjarðar á ferðasumrinu, þann 5. september.