02. júní. 2014 04:59
Síðastliðna nótt eða nóttina þar áður voru rúður brotnar í húsinu Geirsstöðum, einu af gömlu húsunum á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Einnig var brotist inn í húsið en ekki unnar frekari skemmdir þar. Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri á Safnasvæðinu segir bagalegt þegar skemmdarvargar fá útrás þarna, en slíkt gerist af og til þar sem engin býr á svæðinu. Biðlar hún til íbúa í nærliggjandi húsum að fylgjast með og láta vita ef grunsamlegar mannaferðir eru á svæðinu utan opnunartíma. Einnig óskar hún eftir að lögregla fái að vita hafi fólk hugsanlega séð til fyrrgreindra skemmdarvarga.