03. júní. 2014 06:01
Af og til fá pörupiltar útrás fyrir athafnaþörf sinni með kroti. Vegaskiltið sem vísar vegfarendum um Reykholtsdal í Borgarfirði leiðina að félagsheimilinu Logalandi hafa bætt tveimur stöfum framan við nafnið. Kannski eru þessir pörupiltar komnir til ára sinna og muna sveitaböllin sem þar voru og hétu í gamla daga. Nú er semsé vegur númer 517 með heitinu „Áflogaland.“ Burtséð frá sóðasakapnum eru þeir í það minnsta ekki alveg húmorslausir!