02. júní. 2014 06:59
Fræðslufundur vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um lækkun höfuðstóls húsnæðislána verður haldinn í útibúi Arion banka í Borgarnesi á morgun, þriðjudaginn 3. júní klukkan 17:30. Á fundinum mun Snædís Ögn Flosadóttir, sérfræðingur á eignastýringasviði bankans verða með fyrirlestur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og kynna kosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í lok fundar mun Snædís ásamt Sigurði Kristjánssyni, sérfræðingi á viðskiptabankasviði bankans svara spurningum gesta. Kaffiveitingar verða í boði á meðan á fundinum stendur og eru allir velkomnir.
-Fréttatilkynning