04. júní. 2014 11:01
Samhliða sveitarstjórnarkosningum í Reykhólahreppi var könnuð afstaða íbúa til sameiningar við nágrannasveitarfélög. 62 sögðu já en 58 sögðu nei, þannig að örlítið fleiri eru hlynntir sameiningu í hreppnum. Þeim sem voru fylgjandi sameiningu voru gefnir sex kostir á sameiningu í skoðanakönnunni. Flestir voru fylgjandi sameiningu við Dala- og Strandabyggð, eða 33. Sameiningu við Strandabyggð vildu 17, en aðrir kostir fengu mun færri atkvæði: Öll sveitarfélög á Vestfjörðum fékk 4 atkvæði, við Dalabyggð fékk 2 atkvæði og við Vesturbyggð 2 atkvæði.