03. júní. 2014 04:51
Vegna viðgerðar á aðveituæð hitaveitunnar í Borgarnesi verður heitavatnslaust í nánast öllum bænum, frá Hyrnunni að Hamri, á morgun miðvikudaginn 4. júní frá klukkan 9:00 til 17:00. „Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Ráðlegt er að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Viðskiptavinum með viðkvæma starfsemi hefur verið gert viðvart,“ segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Starfsfólk Orkuveitunnar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.“