Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2014 04:57

Myndband: Einstök ísgöng í Langjökli kynnt

Verkefnið Ice cave var kynnt á blaðamannafundi í Reykjavík í dag í höfuðstöðvum verkfræðistofunnar Eflu. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni hefur sjóður sem nefnist Iceland Tourism Fund, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, hafist handa við að grafa um 800 metra löng ísgöng í vestanverðum Langjökli, ofan við Geitlandsjökul í Borgarfirði. Á blaðamannafundinum kynntu Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Ísganganna og Reynir Sævarsson verkfræðingur hjá Eflu og Ari Trausti Guðmundsson nýjar útlitsteikningar og tölvugert myndband sem sýnir hönnun ganganna. Fjallað var um framkvæmdina. Kom fram að mikil áhersla verður lögð á að göngin verði sem náttúrulegust og veiti um leið fágæta innsýn í gerð og þróun jökla.

 

 

 

 

Staða verkefnisins

Á fundinum kom meðal annars fram að frá því að byrjað var á ísgöngunum snemma í vor hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Einnig kom fram að flest ísgöng eru gerð með handafli en vegna stærðar ganganna í Langjökli er notast við vinnuvélar. Þá er verið að horfa til véla sem Bandaríkjaher notaði við gangagerð á Grænlandi á tímum kalda stríðsins til að klára verkið. Fullgerð verða göngin um 7.000 rúmmetrar og verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi. Í göngunum verða allskyns afhellar og afkimar, listaverk úr ís, kapella, veitingaaðstaða, jöklasýningar og margt fleira. Auk þess verðurmikið lagt upp úr lýsingu og sjónarspili í ísnummeð vandaðri LED-lýsingu til að gera upplifunina sem mesta.

 

Byggja á dagsferðum

Þeir sem standa að verkefninu teljaað ísgöngin verði einstakur áfangastaður og mun heimsókn þangað veita nýja sýn í gerð og þróun jökla. Búist er við að 20-30 þúsund gestir komi í göngin árlega, bæði að sumri til sem og utan háannatímans. Þess er vænst að ísgöngin laði nýja markhópa til landsins.Þá segja aðstandendur verkefnisins að staðsetning ganganna sé afar hentug og munu því ferðaþjónustufyrirtæki geta markaðssett ferðir í göngin sem dagsferðir frá Reykjavík. Annað hvort með viðkomu á Þingvöllum, við Geysi og Gullfoss eða í gegnum Borgarfjörð með viðkomu á Kleppjárnsreykjum, Reykholti og Húsafelli. Stefnt er á að ísgöngin í Langjökli verði tilbúin í maí 2015 og er talið að þau munu standa í um tíu ár áður en þau fara að síga og sameinast jöklinum á ný.  

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is