03. júní. 2014 06:37
Dráttarvél í eigu bænda í Syðri Knarrartungu á Snæfellsnesi gjöreyðilagðist í bruna í gær. Guðjón Jóhannesson bóndi hafði verið að vinna á vélinni á túni á Hellnum þegar eldurinn gaus upp. Svo vel vildi til að hann hafði brugðið sér upp á hól til að ná símasambandi en skyndilega var vélin alelda og var ekki við neitt ráðið. Dráttarvélin var af gerðinni Claas árgerð 2005. Tjónið er því verulegt en dráttarvélin var kaskótryggð.