04. júní. 2014 09:51
Í gærkvöldi barst björgunarskipinu Björg í Rifi útkall frá bátsverja á Skvísu KÓ 234 sem var í vandræðum rétt fyrir utan Rif. Leki hafði komið að bátnum og var vélarrúm hans að fyllast af sjó. Björgin fór af stað um sex mínútum eftir að útkallið barst með níu manna áhöfn um borð. Fljótlega var komið að bátnum og var honum fylgt inn í höfn og upp að bryggju þar sem dælt var úr vélarrúminu. Bátnum var síðan komið á þurrt með kranabíl frá Þorgeir ehf.