Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júní. 2014 02:00

Áhugaleikarar áttu hitting á Hótel Borgarnesi

Rúmlega 30 manns, sem komu að starfsemi Leikdeildar Umf. Skallagríms á árunum frá 1965 til 1990 komu saman á skemmtun á Hótel Borgarnesi um liðna helgi.  Farið var í gegnum mikið magn af ljósmyndum, leikskrám sem og öðrum gögnum og rifjaðar upp frækilegar leikferðir sem farnar voru um hávetur í mikilli ófærð og veðurham, sem og annað skemmtilegt, sérstakt og fróðlegt. Eftir að hópurinn hafði borðað saman var slegið upp balli að hætti Leikdeildar Umf. Skallagríms, „enda hæg heimatökin“ þar sem fjöldinn allur af tónlistar- og söngfólki hefur tekið þátt í starfseminni í gegnum árin og því úr miklu að moða.

Á þessu tuttugu og fimm ára tímabili frá 1965 til 1990 voru alls færð upp 22 leikrit. Að öllum meðtöldum, leikurum sem og aðstoðarfólki, tóku um 400 manns þátt í þessum uppfærslum á einn eða annan hátt. Af þessum hópi eru núna 110 komnir á lokaða Facebook-síðu og við aðra er haft samband símleiðis eða með tölvupósti.  Að sögn Theodórs Kr. Þórðarsonar, sem hefur staðið fyrir þessum „hittingi,“ ásamt þeim Vilhjálmi Hjörleifssyni og Jennýju Lind Egilsdóttur, er tilgangurinn ekki aðeins að koma saman og rifja upp gamlar og góðar stundir, heldur ekki síður að safna saman ljósmyndum, leikskrám og jafnvel leikmunum og koma þessu efni á skjalasafn Byggðasafns Borgarfjarðar í Borgarnesi.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is