Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2014 02:00

Heimir gefur út geisladisk og heldur útgáfutónleika

Borgfirðingurinn Heimir Klemenzson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Kalt. Heimir er frá Dýrastöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. „Ég kláraði í fyrra framhaldspróf í píanóleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ákvað að gefa mér það í útskriftargjöf að taka upp sólóplötu og gefa út. Upptökur hófust svo í júní í fyrra í Hljóðverksmiðjunni í Hveragerði undir upptökustjórn Péturs Hjaltested,“ segir Heimir. Alls spila 11 tónlistarmenn á plötunni sem inniheldur átta frumsamin lög. Textana samdi Heimir ásamt Kristjáni Gauta Karlssyni frá Kambi í Reykhólasveit. Heimir segir helstu áhrifavalda sína í tónlist vera Trúbrot, Pink Floyd, Deep purple, Yes, Weather Report og Steely Dan.

Tónleikar á Hraunsnefi 

Heimir gefur plötuna út sjálfur og dreifir henni jafnframt. „Hægt er að nálgast plötuna í Lucky Records, 12 tónum og Smekkleysu. Einnig er hægt að kaupa hana beint af mér sjálfum en þá er best að senda mér tölvupóst á gauthals@gmail.com,“ útskýrir Heimir. Hann mun fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi. Laugardagskvöldið verða tónleikar á Hraunsnefi með Quartet Heimis Klemenzsonar. Hljómsveitina skipa: Heimir Klemenzson – Hljómborð, Heiðmar Eyjólfsson – söngur og gítar, Jakob Grétar Sigurðsson – Trommur og Þórður Helgi Guðjónsson – Bassi. Eyrún Margrét Eiðsdóttir mun hita upp og taka nokkur lög áður á Quartettin stígur á svið.Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Fimmtudaginn 12.júní spilar Quartet Heimis Klemenzsonar í Frystiklefanum á Rifi, Snæfellsnesi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is