04. júní. 2014 02:20
Á morgun fimmtudaginn 5. júní munu karlalandslið Íslands og Svíþjóðar í hópi leikmanna undir 21 ára mætast á Akranesvelli klukkan 19:15. Leikurinn er vináttuleikur og því ekki hluti af undankeppni EM U21. Miklar breytingar hafa verið gerðar á hópnum og fá nú margir nýir leikmenn að spreyta sig með landsliðinu. Nokkrir lykilmenn þess verða þó enn í hópnum og má þar nefna Snæfellinginn Brynjar Gauta Guðjónsson, leikmann ÍBV.