04. júní. 2014 02:22
Skímóball verður haldið í Hreðavatnsskála laugardagskvöldið 7. júní. Um er að ræða alvöru sveitaball þar sem Skítamórall, ein þekktasta ballhljómsveit Íslands, mun leika fyrir dansi. Húsið opnar klukkan 23:00 á laugardagskvöldinu en forsala miða hefst á morgun, fimmtudag. Hægt verður að nálagst miða í forsölu í versluninni Kristý í Borgarnesi og í Hreðavatnsskála og er 20 ára aldurstakmark inn á ballið.