04. júní. 2014 03:58
Hann slapp með skrekkinn ökumaðurinn sem velti bíl sínum á Borgarfjarðarbrautinni nærri Árdal sl. mánudag. Bíllinn var með hlaðna kerru í eftirdragi og var mikil slagsíða á henni þegar hann hægði ferðina. Við það missti ökumaður bifreiðina útaf veginum og valt hún í kjölfarið. Maðurinn slapp með skrámur og skrekk en bíllinn var óökufær. Að sögn lögreglu virtist kerran í lagi sem og timburfarmurinn sem á henni var.