05. júní. 2014 09:43
Grundarfjarðarbær og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar stóð fyrir lítilli kveðjuathöfn fyrir fráfarandi skólastjóra og aðstoðarskólastjóra síðasta miðvikudag. Helga Guðrún Guðjónsdóttir er að láta af störfum sem aðstoðarskólastjóri eftir tveggja ára starf. Þá er Anna Bergsdóttir búin að stýra skólanum síðastliðin 17 ár við góðan orðstýr en þær eru báðar að halda á önnur mið. Samstarfsmenn þeirra færðu þeim kveðjugjöf ásamt því að Grundarfjarðarbær leysti þær út með veglegum gjöfum þar sem þeim var þakkað fyrir samstarfið.