05. júní. 2014 11:27
Norðurál kom í liðnum mánuði með milljarð króna til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina. Í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í dag segir Ragnar Guðmundsson forstjóri að þessir peningar verði notaði til að auka afkastagetu fyrirtækisins á Grundartanga. Árið 2012 kynnti Norðurál að ráðast ætti í fjárfestingar fyrir á annan tug milljarða króna á Grundartanga á næstu fimm árum. Markmið þeirra væri að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að fimmtíu þúsund tonn af áli á ári.
Sjá: www.mbl.is