Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2014 11:41

Þrjátíu daga söngferðalag á öll dvalarheimili landsins

Nú í júnímánuði munu þrír tónlistarmenn leggja land undir fót með tjaldvagn í eftirdragi og skottið fullt af hljóðfærum. Ætla þeir að heimsækja öll dvalar- og hjúkrunarheimili á Íslandi og spila fyrir heldri borgara landsins sem þar búa, aðstandendur þeirra og það góða fólk sem þar starfar. Verkefnið er framtak tónlistarfólksins og gefur það alla vinnu sína. „Tilgangurinn er að nota mátt tónlistarinnar til þess að sameinast, njóta og gleðjast og þannig sýna þeim þakklæti og virðingu í verki fyrir framlag þeirra til uppbyggingu á samfélaginu sem við búum í,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir ein þremenninganna. Hinir tveir eru Tómas Jónsson og Jökull Brynjarsson. Þau munu spila á hin ýmsu hljóðfæri og syngja. Einnig gefst tónleikagestum tækifæri á að spreyta sig í hljóðfæraleik því þau munu eins og áður sagði verða með fullt skott af hinum ýmsu hljóðfærum. Tónleikaferð þeirra hér um Vesturland hefst nk. laugardag (sjá nánar hér að neðan).

 

 

 

Tónleikar á Vesturlandi:

 

Laugard. 7. júní: Höfði á Akranesi kl. 14.00 og Brákarhlíð í Borgarnesi kl. 16.30

 

Mánud. 9. júní: Fellaskjól á Grundafirði kl. 13.00 og Jaðar í Ólafsvík kl. 16.00.

 

Þriðjudagurinn 10. júní: Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi kl. 14.00 og Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi kl. 16.00.

 

Miðvikudaginn 11. júní: Silfurtún í Búðardal kl. 13.00 og Barmahlíð í Reykhólahreppi kl. 16.00.

 

Fimmtud. 12. júní: Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík kl. 17.00.

 

Sunnud. 15. júní: Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga kl. 20.00

 

Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra og ævintýrum á Facebook síðu sinni. Þar munu birtast myndir frá hljómleikum, náttúru og mannlífi Íslands sem á vegi þeirra verður. www.facebook.com/nuverdurglaumur 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is