05. júní. 2014 12:59
Fjallvegir eru nú opnaðir hver af öðrum. Nú er t.d. búið að opna fyrir umferð um Kaldadal, en þó er varhugavert að fara þar um nema á þokkalega fullvöxnum bílum, samkvæmt upplýsingum Skessuhorns. Ennþá er lokað á Arnarvatnsheiði. Opnun fjallvega fer eftir veðurfari að vori eða í sumarbyrjun og ráða snjóalög mestu um opnunartíma. Bleyta í vegum getur einnig valdið því að vegir séu seint opnaðir. Vegagerðin birtir að vori og fram á sumar kort sem sýnir hvar fjallvegir eru opnir. Kortið er uppfært jafnóðum og aðstæður breytast. Meðfylgjandi kort gildir frá deginum í dag, 5. júní.