06. júní. 2014 08:01
Á Vesturlandi var 29 samningum þinglýst í maímánuði. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um eignir í sérbýli og níu samningar um annars konar eignir. Heildarveltan í þessum viðskiptum var 678 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,4 milljónir króna. Af þessum 29 eignum voru 14 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 489 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,9 milljónir króna.