06. júní. 2014 10:01
Sumarsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu í Stykkishólmi var opnuð síðastliðinn laugardag. Sýningin stendur til 31. ágúst og er í sýningarrýmunum Eldhúsi og Mjólkurstofu á fyrstu hæð safnsins. Sýningin nefnist „Pixlaður tími og er eins konar sjónrænt samtal við fortíðina.“ Í tilkynningu frá safninu segir að um sé að ræða samsýningu þriggja myndlistarmanna sem allir tengjast svæðinu bæði leynt og ljóst. Þetta eru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson (f. 1966), Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1969) og Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953).
Nánar í Skessuhorni vikunnar.