05. júní. 2014 12:15
Myndlistarkonan Áslaug Benediktsdóttir mun halda málverkasýninguna Litaljóð í vitanum á Akranesi nú í júní. Áslaug er meðlimur í myndlistarfélaginu Litku, sem er félagsskapur myndlistarmanna af öllu landinu og hét áður Frístundamálarafélagið. Litka er með samsýningu í Hörpunni um þessar mundir og á Áslaug eitt verk þar. Hún er einnig meðlimur í Myndlistarfélagi Kópavogs og er þar einn af fjölmörgum listamönnum sem hefur vinnustofu í Norm-X húsinu við Auðbrekku 6 þar í bæ. Sýningin Litaljóð í vitanum verður opnuð laugardaginn 7. júní kl. 13 til 16. Allir eru velkomnir á opnunina og verður boðið upp á léttar veitingar. Sýningin mun standa yfir út allan júnímánuð.