Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2014 11:20

Smíðaði nýjan bát upp úr gömlum

Fagra fleytu má nú sjá í Akraneshöfn. Þetta er trébátur sem er nýsmíði eftir eldri báti frá því um 1950. Báturinn sem heitir Björgvin var settur á flot í síðustu viku í Akraneshöfn. Örn Hjörleifsson smíðaði bátinn í tómstundum sínum að Ytri Skeljabrekku í Borgarfirði þar sem hann býr. Sem fyrrum sjómaður frá unga aldri á Akranesi og síðar sjómaður og skipstjóri á Hellnum, Hellissandi og Rifi þá er honum áhuginn á gömlum bátum og bátasmíði nánast í blóð borinn.

 

 

 

 

Lærdómsrík ánægja

Það er ákveðin saga á bak við Björgvin. „Ég fékk gamlan bát vestur í Straumfirði á Mýrum sem ég tók og flutti heim að Ytri Skeljabrekku. Þessi bátur hafði verið smíðaður um 1950 hjá bátasmiðjunni Bátalóni í Hafnarfirði. Seinna komst ég að því að hann var gerður fyrir tvo menn sem bjuggu á Hellissandi. Eftir að báturinn var kominn til mín fékk ég Hafliða Aðalsteinsson bátasmið frá Hvallátrum í Breiðafirði til að koma og líta á hann. Hafliði er eins og kunnugt er einn af forvígismönnum Bátasafns Breiðafjarðar og kann allt um trébáta. Hann sagði mér að báturinn væri svo illa farinn að það borgaði sig ekki að gera hann upp. Í staðinn ráðlagði hann mér að taka skapalón af bátnum og smíða síðan nýjan sams konar bát,“ segir Örn Hjörleifsson.

 

Erni þótti ekki leiðinlegt að fara að ráðum Hafliða. „Ég hófst handa við þetta í janúar 2012. Veturinn leið eins og örskotsstund við bátasmíðina. Hafliði kom af og til að Ytri Skeljabrekku og hjálpaði mér og leiðbeindi. Hann kunni þetta allt saman upp á tíu. Ég lærði heilmikið af honum. Það eina sem ég notaði úr gamla bátnum var stefnisrörið og stýrisbúnaðurinn. Vélin er ný. Ég hafði mikla ánægju af þessu öllu saman.“

 

Björgvin verður gerður út til skemmtiferða. Á honum eru tvær handfærarúllur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is