06. júní. 2014 03:01
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sem binda mun enda á einokun Já upplýsingaveitna á símanúmeraupplýsingum einstaklinga. Þriggja stafa símanúmerinu 118 verður lokað á næsta ári og upplýsingaþjónusta um símanúmer einstaklinga verður eftir það í gegnum númer sem byrja á 1800. Með þessari ákvörðun eru það ekki lengur Já upplýsingaveitur sem hafa forræði yfir símaskrárupplýsingum einstaklinga, heldur annast hvert fjarskiptafyrirtæki gagngagrunn um númer sinna viðskiptavina. Þær upplýsingar geta fjarskiptafyrirtækin síðan látið þriðja aðila í té sem veitir almenningi númeraupplýsingar.