06. júní. 2014 10:14
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð á Akranesi eru nú í viðræðum um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Í tilkynningu frá oddvitum flokkanna kemur fram að góður gangur sé í viðræðunum og búist við niðurstöðu úr þeim á næstu dögum.
Eins og kunnugt er fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn og hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness með innan við 42% atkvæðamagn á bak við sig. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur verið áhugi fyrir því í röðum félaga í Sjálfstæðisflokknum að styrkja meirihlutann með því að bjóða öðrum til samstarfs og hafi legið beinast við að ræða við Bjarta framtíð sem er hinn sigurvegari kosninganna. Björt framtíð á einn fulltrúa í verðandi bæjarstjórn.