07. júní. 2014 08:43
Hátíðarstund var í Menntaskóla Borgarfjarðar í gær föstudaginn 6. júní þegar 27 nemendur voru brautskráðir frá skólanum Þorkell Már Einarsson, stúdent af náttúrufræðibraut dúxaði í þetta sinn með lokaeinkunnina 9.33. Semidux skólans var Tinna Sól Þorsteinsdóttir, stúdent af félagsfræðabraut.
Aðrir útskriftarnemar eru:
- Af félagsfræðabraut: Alexander Jarl Ríkharðsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir, Áslaug María Agnarsdóttir, Bjarki Pétursson, Davíð Ásgeirsson, Eva María Eiríksdóttir, Eyrún Baldursdóttir, Hera Hlín Svansdóttir, Íris Ragnarsdóttir Pedersen, Jóhannes Magnússon, Kolbrún Tara Arnarsdóttir, Kristín Björg Waage, Lilja Hrönn Jakobsdóttir, María Erla Finnbjörnsdóttir og Pétur Már Jónsson.
- Af náttúrufræðibraut: Anton Freyr Arnarson, Bárður Jökull Bjarkarson, Daði Freyr Guðjónsson, Pavle Estrajher, Pétur Freyr Sigurjónsson, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir og Sveinn Jóhann Þórðarson.
- Sigursteinn Orri Hálfdánarson útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs.
- Af starfsbraut útskrifuðust Helga Björg Hannesdóttir og Kristinn Rafn Erlingsson.
Við athöfnina flutti Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari annál skólaársins, Páll S. Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti hátíðarræðu og Lilja Hrönn Jakobsdóttir talaði af hálfu útskriftarnema. Tónlistarflutningur var í umsjá útskriftarnema og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari brautskráði nemendur og ávarpaði þá í lokin. Hún lætur nú af starfi skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar til þess að taka við starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar.