10. júní. 2014 08:01
Síðastliðinn laugardag var sýning um íslenskt atvinnulíf opnuð með pompi og prakt á Bifröst að viðstöddum fjölda gesta. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og gefur innsýn í verðmætasköpun þeirra og hvernig starfsmenn sjá framtíð þeirra fyrir sér. Á sýningunni eru ýmis fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins. Þar eru stór myndræn veggspjöld ásamt myndböndum og ljósmyndasýningu. Það er Háskólinn á Bifröst sem á veg og vanda að sýningunni en María Ólafsdóttir er sýningarstjóri og hefur leitt vinnuna ásamt Vilhjálmi Egilssyni rektor, sem hér sjást saman á mynd.
Sýningin verður opin í allt sumar frá klukkan 10-18 á Bifröst og er aðgangur ókeypis. Nánar verður sagt frá opnun sýningarinnar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.