Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2014 04:33

Naumt tap Skagakvenna fyrir Þór/KA

Skagakonur náðu sínum besta leik í Pepsídeild kvenna í sumar þegar þær fengu Þór/KA í heimsókn á Akranesvöll í 5. umferð deildarinnar í dag. Gestirnir unnu 3:2 sigur en Skagakonur sóttu stíft síðasta stundarfjórðunginn í leiknum og voru ekki langt frá því að jafna. Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á sjöundu mínútu. Skagakonur létu mótlætið ekki á sig fá og Ingunn Dögg Eiríksdóttir jafnaði sjö mínútum síðar. Eftir það var nokkuð jafnræði með liðunum en þegar líða tók á hálfleikinn gerðust gestirnir aðgangsharðir upp við Skagamarkið og skoruðu þá tvívegis. Staðan í hálfleik var því 3:1 fyrir Þór/KA.

Gestirnir voru áfram sterkari aðilinn fram eftir seinni hálfleiknum, en Skagakonur engu að síður baráttuglaðar og til alls líklegar. Á 75. mínútu pressuðu þær stíft og misheppnað úthlaup markvarðar Þór/KA varð til þess að Ingunn Dögg Eiríksdóttir fékk boltann fyrir opnu marki og brást ekki bogalistin frekar en í fyrri hálfleiknum. Staðan þar með orðin 2:3 og heimakonur eygðu von um að jafna metin. Þrátt fyrir mikla baráttu og góða sóknartilburði allt til enda leiks tókst þeim það ekki og niðurstaðan því naumt tap. ÍA er því enn án stiga í Pepsídeild kvenna og á botnum ásamt Aftureldingu. Þessi lið mætast einmitt í næstu umferð á Varmá í Mosfellsbæ þriðjudagskvöldið 24. júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is