Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2014 09:20

Prestastefna hefst á morgun

Á morgun hefst Prestastefna á Ísafirði. Hefst hún með prósessíu frá Safnahúsinu Eyrartúni í Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 þar sem hún verður sett með helgistund. Á dagskrá stefnunnar er meðal annars erindi sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar, sjúkrahússprests, sem hefur yfirskriftina „Sú góða gjöf að hitta sjálfan sig fyrir í vinnu.“ Þá verða sýnd níu kynningarmyndbönd um starf þjóðkirkjunnar um allt land. Einnig verður rætt um ný þjóðkirkjulög, val og veitingu prestsembætta og fundarsköp prestastefnu. Prestastefna mun heimsækja Bolungarvík, þar sem Agnes Sigurðardóttir biskup þjónaði áður en hún tók við embætti biskups. Að kvöldi miðvikudagsins 11. júní verður kvöldbæn í Hólskirkju og svo munu þátttakendur snæða hátíðarkvöldverð í félagsheimilinu í Bolungarvík.

Fréttir af prestastefnu verða sagðar á kirkjan.is og myndir frá stefnunni verða birtar á www.flickr.com/kirkjan. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf Prestastefnu 2013 sem var haldin í Háteigskirkju.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is