10. júní. 2014 11:28
Bæði ÍA og Víkingar féllu úr leik í Borgunarbikar kvenna þegar leikið var í 16-liða úrslitum sl. föstudagskvöld. Víkingar fengu Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn í Ólafsvík og töpuðu 0:3. Skagakonur fóru á Selfoss og töpuðu fyrir heimakonum þar 0:2. Öll Vesturlandsliðin eru þar með úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið, bæði í kvenna- og karlaflokki.