10. júní. 2014 01:13
Lögreglan á Akranesi stöðvaði í vikunni ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Próf leiddi í ljós að hann hafði neytt kannabisefna. Annar ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og öndunarpróf sýndi töluverða ölvun. Var hann færður á lögreglustöð þar sem tekið var úr honum blóðsýni og hann svo vistaður í fangaklefa meðan mesta víman og æsingurinn rann af honum. Einn ökumaður var stöðvaður þar sem grunur lék á að ökutæki hans væri með röngum skráningarmerkjum. Reyndist svo vera og voru skráningarmerki klippt af ökutækinu. Röng notkun skráningarmerkja flokkast sem skjalafals og sem slíkt rannsakað sem hegningarlagabrot.