10. júní. 2014 04:54
Tveimur hundum var orðið heitt í lokuðum bíl fyrir utan verslun í Borgarnesi um helgina og var haft samband við lögregluna sem hafði uppi á eiganda bíls og hunda. Brá honum nokkuð við og ætlaði að gæta þess í framtíðinni að huga betur að hundum sínum og hafa rifu á gluggum.