Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2014 09:01

Tveir úr karlaliði ÍA fá styrk frá bandarískum háskólum

Knattspyrnumennirnir Andri Adolphsson og Einar Logi Einarsson, leikmenn ÍA, gætu verið á leið til Bandaríkjanna í ágúst til háskólanáms jafnframt því að spila í þarlendum liðum. Nú þegar hafa þeir félagar fengið loforð frá skólum um styrki upp á 30 þúsund dollara, eða um 3,4 milljónir króna á ári, og á sú upphæð að duga fyrir skólagjöldum og bókum. Báðir stefna þeir á að stunda nám í Suður-Karólínufylki en þó í sitthvorum skólanum. Einar hefur verið samþykktur til náms í Coastal Carolina University og hyggst hann stunda þar nám í iðnaðarverkfræði ásamt því að spila fótbolta fyrir lið skólans. Andri hefur fengið inngöngu í Clemson University þar sem hann hyggst leggja stund á viðskiptafræðinám og spila fyrir fótboltalið skólans.

 

 

 

Þó skólarnir séu í sama fylki munu Einar og Andri þó ekki spila í sömu deild. Lið Andra, Clemson Tigers, spilar í deild sem kallast Atlantic Coast Conference á meðan Einar mun spila í deild sem kallast Big South Conference með sínu liði, Coastal Carolina Chanticleers. Stefna þeir félagar á að fara til Bandríkjanna í byrjun ágústmánaðar og hefja þar nám skömmu síðar. Enn á þó eftir að ganga frá ýmsum tækilegum atriðum en í samtali við blaðamann Skessuhorns sögðu þeir Andri og Einar að allar líkur væru á að þeir verði farnir úr herbúðum Skagamanna í ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is