12. júní. 2014 09:04
Um miðjan maí voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í vetrarþjónustu næstu þrjú árin á leiðinni Borgarnes - Akranes og Brattabrekka. Lægsta tilboð í verkið kom frá Borgarverki ehf í Borgarnesi upp á 15,8 milljónir króna sem er 90,2% af kostnaðaráætlun sem var 17,5 milljónir. Kolur ehf í Búðardal var örlítið yfir áætluninni með tæplega 18 milljóna króna tilboð. Tvö önnur tilboð sem bárust í verkið voru á svipuðu rólu, eða um 120% af kostnaðaráætlun. Þau voru frá Velverk ehf í Borgarnesi og T2 ehf í Reykjavík. Helstu magntölur í tilboðinu voru akstur mokstursbíla sem er áætlaður 27.000 kílómetrar og biðtími vélamanns áætlaður 40 klst. Tilboðið gildir til vors 2017.